Langholts- og Réttarholtsskóli keppa til úrslita þegar Skrekkur, hæfileikahátíð grunnskólanna nær hámarki í Borgarleikhúsinu í kvöld.

 In Forsíðu frétt

Úrslitakvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fer fram í kvöld 13. nóvember klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Átta grunnskólar í Reykjavík keppa til úrslita í keppninni sem verður sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu á RUV.  Yfir 200 unglingar munu stíga á stóra svið Borgarleikhússins og taka þátt í uppfærslum á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu. Skólarnir átta sem keppa til úrslita eru Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli og Rimaskóli.

26 grunnskólar tóku þátt í Skrekk á þremur undanúrslitakvöldum í liðinni viku og hátt í 700 ungmenni dönsuðu, léku og sungu á stóra sviði Borgarleikhússins. Aldrei hafa fleiri skólar verið með í Skrekk.

Dómnefnd skipa stjórnendur menningarhúsa í borginni; Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins, Hörpu, Íslenska dansflokksins, ungmenni úr ungmennaráði Samfés og formaður dómnefndar er Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt