Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekks!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Langholtsskóli komst áfram í úrslit Skrekks síðastliðinn þriðjudag!

Skrekkshópuinn þetta skólaár er virkilega vandaður og glæsilegur hópur og keppir fyrir hönd Langholtsskóla í Skrekk. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hópnum takast á við fjölmargar áskoranirnar sem hafa komið upp á þessu misseri með mikilli þrautseigju og styrk. Þessi reynsla verður veganesti út lífið fyrir þennan einstaka hóp.

Við óskum skrekkshópnum innilega til hamingju og óskum þeim á sama tíma góðs gengis á úrslitakvöldinu sem mun fara fram mánudaginn 15. mars.

Í félagsmiðstöðinni Þróttheimum fylgdust fjölmargir samnemendur spenntir með keppninni og það má segja að gleðin hafi yfirtekið húsið þegar Langholtsskóli komst áfram. Spennan er mikil fyrir úrslitunum og mun Þróttheimar taka á móti nemendum í úrslitateiti mánudaginn 15. mars. Húsið mun opna 19:45 og boðið verður upp á góðar kræsingar, almenna gleði og skemmtun.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt