Langholtsskóli sigurvegarar Skrekks!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

 

Styttan komin heim – Til hamingju Langholtsskóli!

Langholtsskóli bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks. Atriðið sem Langholtsskóli sigraði með heitir Boðorðin 10 og fjallaði um óskrifuðu reglurnar sem unglingar eiga til með að fylgja, ómeðvitað eða meðvitað. Boðskapurinn er því sá að það er vilji til þess að breyta þessum reglum til hins betra svo unglingar fái að njóta sín undir minni pressu en virðist vera svo mikið sem raunin í dag. Gleði og skemmtun var þá allsráðandi á sviðinu og stemningin í skrekkshópnum smitaði út frá sér til áhorfenda. Skrekkshópurinn þetta skólaár var virkilega vandaður og glæsilegur hópur og uppskar svo sannarlega það sem hann sáði. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hópnum takast á við fjölmargar áskoranirnar sem hafa komið upp á þessu misseri með mikilli þrautseigju og styrk. Þessi reynsla verður svo sannarlega veganesti út lífið fyrir þennan einstaka hóp. Félagsmiðstöðin Þróttheimar óskar skrekkshópnum og Langholtsskóla öllum innilega til hamingju með sigurinn,við erum einstaklega stolt.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt