Langur dagur í Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Í dag er langur dagur í Glaðheimum þar sem það er starfsdagur í Langholtsskóla. Við erum svo heppin að hafa svo metnaðarfullt starfsfólk í listasmiðjunni okkar að þar eru tvö verkefni í undirbúningi fyrir barnamenningarhátíð. Í dag var því listasmiðja á tveimur stöðum þar sem krakkarnir unnu annars vegar með þrykk og hins vegar mála flísar fyrir mósaík verk. Markús kom svo til okkar og var með framúrstefnulegu tónlistina sína en þar fá börnin að skapa sína eigin raftónlist og syngja yfir. Í næstu viku fá foreldrar link á það efni þar sem hægt verður að hlusta á lögin en þau eru merkt einstaklingum eða hópum eftir því hver tók þátt. Við nutum þess svo að fara út í nýfallinn snjó og leika okkur. Hérna fyrir neðan má sjá smá af gleði dagsins.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt