Laugadalsleikar

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Laugadalsleikar fóru fram miðvikudaginn 20. nóvember. Þetta er íþróttakeppni á milli skólanna í Laugadalnum; Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla. Keppnin var haldin í Laugadalshöllinni og var keppt í allskonar íþróttum eins og fótbolta, skák, langstökki, skotbolta, armbeygjum og margt fleira.

Um kvöldið var síðan haldið Laugardalsleikjaball í Laugalækjarskóla og var mikil stemning á ballinu. Gamlir nemendur í Laugalækjarskóla þeyttu skífum á ballinu og síðan mætti Séra Bjössi og tók nokkur lög.

Í ár var það Langholtsskóli sem vann keppnina og óskum við ungmennum okkar innilega til hamingju með það!

Þessi viðburður er alltaf skemmtilegur og eru það skólar og félagsmiðstöðvar sem halda utan um hann ásamt ungmennaráði sem valið er að vinna með í þessu verkefni og gera gera daginn eftirminnilegan.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt