Laugarsel fær fyrstu viðurkenningu UNICEF sem Réttindafrístund.

 In Forsíðu frétt

Þriðjudaginn 21.nóvember fékk frístundaheimilið Laugarsel fyrstu viðurkenningu UNICEF sem Réttindafrístund.
Það þýðir að ákvæði Barnasáttmálans eru grundvöllur alls frístundastarfs og að börnin eru meðvituð um réttindi sín alla daga. Réttindaskólar og nú Réttindafrístund UNICEF byggja á hugmyndafræði sem hefur verið innleidd í þúsundum skóla um allan heim og byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er unnið markvisst að því að börn, starfsfólk, foreldrar og aðrir sem tengjast starfinu þekki réttindi barna og beri virðingu fyrir þeim. Barnasáttmálann er lagður til grundvallar í öllu starfi og skapar vinnuumhverfi fyrir börnin sem byggja á þátttöku þeirra, jafnrétti, lýðræði og viðurkenningu. Laugarsel og Laugarnesskóli eru fyrsta frístundaheimilið og skólinn til að hljóta viðurkenningu sem Réttindafrístund og Réttindaskóli UNICEF í Reykjavík, Flataskóli og frístundaheimilið Krakkakot í Garðabæ fengu sams konar viðurkenningu á alþjóðadegi barna 20.nóvember. Aðdragandinn að þessari viðurkenningu Laugarsels og Laugarnesskóla er tveggja ára undirbúningsstarf með nemendum og starfsfólki.
Til hamingju Laugarsel.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt