Laugarsel fyrsta réttindafrístund í heimi

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Laugarsel hlaut á dögunum viðurkenningu UNICEF sem réttindafrístund. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Flataskóla 20. nóvember en svo var sannkölluð hátíðardagskrá í Laugarnesskóla daginn eftir. Í verkefninu, sem er alþjóðlegt, var í fyrsta sinn lögð áhersla á samstarf skóla og frístundar sem fóru í gegnum verkefnið sameiginlega. Fengu tveir skólar, Laugarnesskóli og Flataskóli í Garðabæ, viðurkenningu sem réttindaskólar og frístundaheimilin við þá skóla, Laugarsel og Krakkakot viðurkenningu sem réttindafrístund, fyrst allra frístundaheimila í heiminum. Umsjónarkona verkefnisins í Laugarseli er Lilja Marta Jökulsdóttir sem felur í sér innleiðingu Barnasáttmálans í Laugarseli svo að hann verði lagður til grundvallar í öllu okkar starfi. Þannig aukum við meðvitund barnanna um réttindi sín, aukum þátttöku þeirra við mótun starfsins og leggjum áherslu á jafnrétti og lýðræði. Við erum ákaflega stolt af þessari viðurkenningu og hlökkum til að halda verkefninu áfram í samstarfi við UNICEF. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu réttindaskóla á Íslandi.

Í Laugarseli höfum við tengt Barnasáttmálann á ýmsan máta í starfið og kennum börnunum um réttindi sín í máli og myndum. Meðal annars höfum við tengt ákveðin ákvæði úr barnasáttmálanum myndrænt við ólíka þætti í hefðbundnu starfi, leitt listaverkefni  þar sem við fjöllum um réttindi barnanna, skoðað hverfið okkar með gagnrýnum augum og reglulega höldum við það sem við köllum “mikilvægan fund” þar sem börnin ræða um og kjósa um hugmyndirnar sem koma upp úr hugmyndakassanum. Þetta er allt liður í því að börnin hafi áhrif á starfið í Laugarseli en það skiptir miklu máli að þau hafi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Fjölskyldan getur verið mjög mismunandi eins og sést hér

Mynd frá einum barnaráðsfundi

Laugarsel er mjög stollt og ánægð! 

Lilja Marta og Stella Björg

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt