Laugarselssáttmáli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Á mannréttindadegi barna, 20.nóvember síðast liðinn, var hafin vinna að gera Laugarselssáttmála sem er partur af réttindafrístund. Markmiðið var sáttmálinn kæmi frá börnunum í Laugarseli, það var gert með því var farið meðal barnanna og rætt við þau hvað þau vildu hafa í sáttmálanum. Allir sem vildu hafa áhrif á sáttmálann komu sínu á framfæri. Hugmyndir barnanna voru skráðar á blað og síðar farið yfir hvað kom helst fram og sáttmálinn settur upp. Sáttmálinn felur í sér hvernig við viljum koma fram við hvort annað og hegða okkur. Hér fyrir neðan má sjá sáttmálann en hann er hugarsmíð barnanna í Laugarseli.

Í vikunni var haldinn fyrsti mikilvægur fundur ársins, þá var farið yfir hugmyndirnar í hugmyndakassanum og þær flokkaðar af börnunum í hægt, kannski hægt og óframkvæmilegar eða grínhugmyndir. Að lokum var farið yfir hugmyndirnar sem var hægt að framkvæma og kosið um tvær sem að verða framkvæmdar í næstu viku. Hugmyndirnar sem urðu fyrir valinu að þessu sinni var að hafa tafl og að hafa skotbolta.

Í febrúar er stefnt að því að hafa kosningar varðandi matseðil í mars, en það er partur af réttindafrístund til að kenna börnunum lýðræði.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt