Mars í Þróttheimum

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Núna er mars mánuður komin og nóg fram undan hjá okkur í Þróttheimum. Dagskráin hjá okkkur er full af spennandi viðburðum og smiðjum sem nemendur geta tekið þátt í. Hvort sem um er að ræða miðstig (5-7.bekk) eða unglingastig (8-10.bekk) þá ættu allir að finna eitthvað sem þau geta tekið þátt í. Við ætlum að vera með Óskapizzu Þróttheima sem er keppni þar sem unglingarnir keppast um að gera fallegustu pizzu Þróttheima. Kosið verður um bestu pizzuna á instagram síðu Þróttheima. Einnig verða allskyns smiðjur í boði eins og Kókoskúlugerð, Bollakökuskreytingar og Taupokastensl. Það helsta í fréttum af Holtveginum er að Playstation 5 tölvan okkar er loksins komin og var spenningurinn gífurlegur hvort sem það var hjá starfsfólki eða unglingunum. 23.mars er svo söngvakeppni Kringlumýrar sem er undankeppni félagsmiðstöðvanna fyrir söngvakeppni Samfés í vor. Við viljum endilega hvetja alla sem hafa gaman af því að syngja og vilja taka þátt að hafa samband við okkur. Eigið góðan dag og ekki hika við hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur

Bestu kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt