Marsmánuður í Marsbúum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Sólbúar

Ýmislegt hefur verið brallað í Marbúum síðasta mánuðinn. En í marsmánuði byrjuðum við með garðyrkjuklúbb þar sem við fræðumst aðeins um plöntur og umhirðu þeirra. Settum við niður tómatafræ, baunir, eplakjarna sem búið var að frysta svo fræin væru tilbúin til spírunar ásamt þrem gerðum af basiliku og myntu. Allt tókst vel til nema myntan sem ekki kom upp á okkur. Búið er að umpotta eplafræin og baunaspírurnar en næst á dagskrá er að umpotta tómötunum í stærri potta.

Að auki hafa hinir ýmsu klúbbar verið í boði  svo sem töfraklúbbur sem er mikil leynd yfir og stefnt á að þau börn sem sækjast í hann útbúi sýningu fyrir okkur hin í Marsbúum. Snillaklúbbur hefur verið reglulega og bætast snillamyndir upp á vegg hjá okkur nánast vikulega og mikil aðsókn er í hann.

Auk þessara klúbba eru hefðbundnara klúbbaval á sínum stað og má þar helst nefna legóklúbb, kaplaklúbb, perluklúbb, litaklúbb, föndurklúbb og bíóklúbbur og PS4 klúbbur sem spari. Hér að neðan má sjá myndir úr nokkrum klúbbum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt