Miðstigsstarf sumarsins senn á enda

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Hofið, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Það hefur verið sól og sumar í hjörtum okkar í miðstigsstarfi Kringlumýrar síðastliðnar vikur. Vikunámskeiðin fyrir 10-12 ára krakka fóru fram í bæði Tónabæ og Þróttheimum. Það má segja að mikið að mikið líf, fjör og góðir tímar hafa einkennt þessar vikur. Sumarið hófst með Vísindaviku þann 14. júní með krökkum víðsvegar úr Reykjavík en flestir koma þó úr hverfisskólunum í Laugardal, Háaleiti og bústaðarhverfi. Síðan þá hefur Útivistarvikan góða verið haldin þar sem meðal annars var farið í hjólaferð og upp á Úlfarsfell. Listavikan fékk sitt sess þar sem sköpunargleðin fékk að ganga lausum hala hjá krökkunum og listasýning fyrir foreldra haldin í lok vikunnar. Ævintýravikan var haldin þar sem það var bókstaflega farið á vit ævintýranna, meðal annars við Reynisvatn í skylmó og í páskaeggjaleit (ps. í júlí?!). Í síðustu viku fengu krakkar að njóta meðal annars af mat og matargerð í Matreiðsluvikunni. Svo núna síðast en ekki síst er Megavikan senn á enda þar sem krakkar fengu að njóta góðs af nýmóðins dagskrá. Það var bardúsað margt skemmtilegt meðal annars að snæða sér á pizzu og fara í trampolíngarðinn Rush. Vikunámskeiðin hafa farið fram til þessa með pomp og prakt og erum við svo sannarlega stolt af okkar hugmyndaríku og snjöllu krökkum. Við viljum þakka kærlega fyrir sumarið!

 

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt