Mikilvægur fundur 25. janúar 2019!

 In Krakkakot

Síðasta föstudag, þann 25. janúar, var mikilvægur fundur í Krakkakoti. Á fundinum, sem er aðra hvora viku, settist fríður flokkur barna eða um átta talsins með eitt markmið, fara yfir hugmyndirnar úr hugmyndakassanum og ákveða hvaða hugmyndir myndu vera framkvæmdar í þessari viku. Að þessu sinni voru ekki margar hugmyndir í hugmyndakassanum en nóg til þess að ákveða hvað þau vildu gera. Á meðan á fundinum stóð fengu börnin kex og appelsínudjúsglas. Öll tóku þau virkan þátt og fannst voða gaman.

Hér fyrir neðan sést hvað verður gert til framkvæmda og á hvaða degi af barnaráði (efri mynd) og svo allar hugmyndirnar úr hugmyndakassanum (neðri mynd).

     

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt