Mikilvægur fundur í Dalheimum – Barnaráðsfundur

 In Dalheimar, DHRéttindafrístund, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í Dalheimum höldum við reglulega mikilvæga fundi þar sem börnin fara yfir stöðu frístundaheimilisins, skoða hugmyndir úr hugmyndakassanum, rifja upp og ræða réttindi barna.

Einn slíkur fundur var haldinn í lok nóvember. Meðal þess sem kom fram var ósk barnanna að fá grjónagraut á föstudegi, hafa zombíþemadag, snjókarlaklúbb og gista í Dalheimum. Á fundi var ákveðið að hafa grjónagraut á föstudegi  og zombíþema sem fyrst. Þá þótti ólíklegt að leyfi fengist fyrir því að gista í Dalheimum og starfsfólk þarf líka að fara heim til sín. Veður stjórnar því hvenær hægt verður að halda snjókarlaklúbb, en klúbburinn er að öðru leyti einfaldur í framkvæmd.

Aðrar hugmyndir eru frábærar fyrir heila daga, til dæmis um jólin, og við höfum það í huga þegar við púslum saman dagskránni.

Hér má sjá fundagerð

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt