Nóvember í Bústöðum, Skrekkur og fleira

 In Bústaðir

Núna er nóvember farinn af stað og hófst hann með trompi. Réttarholtsskóli tók þátt í Skrekk mánudaginn 1. nóvember. Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur þar sem nemendur í 8-10. bekk semja, útfæra og flytja síðan atriði á stóra sviði Borgarleikhússins og er sýnt frá keppninni í beinu vefstreymi á UngRúv.

Atriði Réttarholtsskóla í ár fjallaði um heimilislaus börn og það hræðilega vandamál sem mannsal er. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru sér og sínum til sóma í Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld. Þau komust því miður ekki áfram á úrslitakvöldið en þeir skólar sem komust áfram voru Fellaskóli og Laugalækjarskóli og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

Þann 10. nóvember ætlar nemendaráð Réttarholtsskóla að breyta Bústöðum í Draugahús. Draugahúsið átti að vera í október en við neyddumst til að fresta því vegna haustleyfisins. Draugahúsið er skipulagt og framkvæmt af nemendaráðinu og er það alltaf gríðarlega vinsælt.

17. nóvember verður síðan Félagsmiðstöðvadagur Samfés. Á þeim degi verða Bústaðir opnir öllum í hverfinu sem vilja koma og kynnast starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Foreldrar, systkini, ömmur og afar eru öll velkomin í Bústaði á þessum degi og verður frekari dagskrá fyrir þann dag auglýst síðar.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt