Nóvember í Þróttheimum!

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Núna er nóvember genginn í garð og er nóg um að vera hjá okkur í Þróttheimum.
Á unglingastigi ætlum við að halda fullt af nýjum viðburðum sem starfsmanneskjur félagsmiðstöðvarinnar bjuggu til fyrir nóvember. Þar má sem dæmi nefna Viltu vinna Gistinótt? leikur byggður á vinsælum sjónvarpsþáttum Viltu vinna milljón þar sem unglingarnir keppast um að vinna miða á Gistinótt félagsmiðstöðvarinnar sem er haldin í þessum mánuði. Einnig ætlum við að halda óvænt kvöld þar sem enginn veit hvað gerist nema þær tvær starfsmanneskjur sem tóku að sér að skipuleggja það. Rúsínan í pylsuendanum er svo gistinóttin sem er 26.nóvember en þá geta unglingarnir komið og tekið þátt í smiðjum og afþreyingum í félagsmiðstöðinni fram á kvöld og svo er endað með því að gista í Þróttheimum.
Á miðstigi ætlum við að halda áfram að bjóða upp á spennandi smiðjur á miðvikudögum og sáum við að það var klárlega þörf á því að bæta einni smiðjuopnun við á miðvikudögum. Á sama tíma og við erum að bjóða upp á spennnandi smiðjur ætlum við líka að bjóða upp á skemmtilega dagskrá á opnum húsum og má sem dæmi nefna sundferð, útieldun og Tie dye bolamálun.

Hápunktur mánaðarins hjá okkur í Þróttheimum verður klárlega 17.nóvember en þá er Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur í öllum félagsmiðstöðvum Reykjavíkur. Við í Þróttheimum ætlum að bjóða alla nemendur í 5-7.bekk hjartanlega velkomna í félagsmiðstöðina þar sem við ætlum að vera með dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Okkur hlakkar til að taka á móti ykkur þann 17.nóvember.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt