Nóvemberbyrjun

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Jæja, nú er nóvember runnin af stað og öll börn komin með vistun í Dalheimum!

Í þessari viku erum við með Samfélaglæsivikuna okkar, sem er í samstarfi með Réttindaráði Laugarnesskóla, Dalheima og Laugarsels.

Við erum því með alls kyns klúbba sem tengjast samfélagslæsi. Til að mynda að perla fána, kviss um heiminn, leiklist með spunaæfingum, just dance með alls kyns dönsum, landafræðiklúbb, fréttaklúbb þar sem verður farið yfir fréttir líðandi stundar ásamt alls kyns fleiri klúbbum sem starfsmenn Dalheima hafa sett saman 🙂

Í næstu viku verðum við með Réttindafrístundaviku, en við erum Réttindafrístundaheimili og erum að stefna að annari viðurkenningu frá UNICEF. Á morgun er úttekt svo við getum fengið viðurkenninguna fyrir dag mannréttinda barna sem er 20.nóvember. Við munum vera með alls kyns val og klúbba tengdum réttindum barna og lýðræði í næstu viku.

Hér má sjá dagskrá þessarar viku og nokkrar myndir frá nóvember 🙂

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt