Draumahverfið

 In Dalheimar, DHRéttindafrístund, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Draumahverfið er verkefni sem snýst um að búa til vettvang fyrir börn til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og koma sjónarmiðum sínum á framfæri með því að horfa gagnrýnum augum á nærumhverfi sitt. Í því felst að horfa bæði á það sem er gott í hverfinu og það sem betur mætti fara. Fyrirmyndin af þessu verkefni er Betri Reykjavík, þar sem borgarbúar koma með tillögur og hugmyndir af því hvernig hverfin og borgin geti orðið enn betri. Verkefnið tekur mið af 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa hrif.

Í síðustu viku var Draumahverfið á valtöflunni í Dalheimum en klúbbnum er háttað þannig að börnin fá myndavél og eyðublöð til að fylla út. Þá er haldið af stað í göngutúr um hverfið í leit að skemmtilegum stöðum og stöðum þar sem sjónarhorn barna mættu hafa meira vægi. Börnin tóku myndir af stöðunum og skrifuðu svo athugasemdir sínar. Planið er að halda reglulega klúbba og fundi þar sem unnið er úr athugasemdum og tillögum. Börnin velja svo staði sem þeim þykir til fyrirmyndar og staði þar sem eitthvað mætti betur fara. Starfsfólk aðstoðar svo börnin við að koma hugmyndum og tillögum til réttra ábyrgðaraðila eftir úrvinnslu.

Hér má skoða athugasemdir og tillögur barnanna frá göngutúrnum um daginn. Þarna eru góðar hugmyndir og margar hverjar alls ekki flóknar í framkvæmd.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt