Nýr forstöðumaður í Dalheimum

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Nú hefur Guðlaugur (Gulli) lokið störfum sínum hjá Dalheimum og farinn að kenna í FB. Á meðan við óskum honum góðs gengis með það bjóðum við Lilju Mörtu velkomna til starfa sem ný forstöðukona í Dalheimum.

Lilja Marta hefur verið frá árinu 2017 að vinna í frístundaheimilinu Laugarsel sem aðstoðarforstöðukona og umsjónamaður Réttindafrístundaverkefnis UNICEF. Áður var hún að vinna í félagsmiðstöðinni Öskju sem frístundaleiðbeinandi með umsjón, eða frá árinu 2012 og er því með alls konar reynslu að baki. Hún er með BA í félagsráðgjöf og er á öðru ári í M.ed námi í Tómstunda-og félagsmálafræði.

Ásamt Lilju Mörtu verður Gunnar Oddur aðstoðarforstöðumaður, en hann byrjaði að vinna í Dalheimum í byrjun sumars. Gunnar hefur einnig ýmsa reynslu á baki í frístunda- og félagsmiðstöðvargeiranum. Hann hefur grunnmenntun í Tómstunda- og félagsmálafræði. Ásamt því að vinna í Dalheimum er Gunnar að dæma á fótboltaleikjum Pepsi Max deildarinnar.

Nú fara sumarnámskeiðum Dalheima að ljúka en síðasta námskeiðið er í næstu viku, 16.-19.ágúst. Sumarið hefur gengið vel, fengið fullt af góðu veðri, sérstaklega þessa viku. Þá höfum við gert ýmislegt skondið og skemmtilegt. 20. og 23.ágúst eru starfsdagar í Dalheimum. Samkvæmt áætlun er þá fyrsti dagurinn í Dalheimum 24.ágúst.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt