Óskapizza Þróttheima

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Mánudaginn 21.mars var haldinn viðburðurinn Óskapizza Þróttheima hjá okkur í félagsmiðstöðinni. Viðburðurinn dregur innblástur sinn frá Dominos þar sem viðskiptavinir eru hvattir til að finna upp nýjar pizzur fyrir matseðil pizzastaðsins. Óskapizzan okkar í Þróttheimum gekk þannig fyrir sig að allir unglingarnir sem mættu að taka þátt fengu afhent deig, sósu og ost en þurftu svo að koma með annað álegg sjálf. Allt í allt voru bakaðar um 35 pizzur þetta kvöld í pizzaofnum félagsmiðstöðvarinnar en lagið og áleggið var fjölbreytt. Mikinn lærdóm er hægt að draga af því að taka þátt í keppni sem þessari og sem dæmi má nefna er ein mikilvægasta lexía unglingana þetta kvöld hversu mikilvægt það er að hafa hveiti undir pizzunni ef að það á að ná henni af borðinu og inn í ofninn án þess að allt fari í klessu. Margir unglingar gleymdu kannski að koma með álegg en lét það ekki stoppa sig það voru bakaðar um 18 mismunandi Margaritur sem voru hver annarri skemmtilegri. Dómnefnd valdi svo 15 flottustu pizzurnar sem fóru í Instagram kosningu og var kosið um flottustu pizzuna fram á föstudag í seinustu viku. Það er komin sigurvegari en Óskapizza Þróttheima er engin önnur en Kisu pizzan sem sést á myndinni með þessari frétt. Þetta var æðislega skemmtileg stund með þessum frábæru unglingum sem sækja Þróttheima. Óskapizza Þróttheima er komin til að vera.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt