Öskudagusgleði Sólbúa/Marsbúa

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Sólbúar

Starfið er komið í eðlilegt horf eftir svæðisskiptingar sökum Covid. Öskudagurinn var haldinn með miklu fjöri bæði í Sólbúum og Marsbúum og mættu allskyns fígúrur og furðudýr á frístundaheimilið þann dag.

Báðir staðir byrjuðu á ratleik þar sem við földum númeruð spjöld á skólalóðinni sem merktu vinning. Að auki buðu Sólbúar upp á söng fyrir gotterí, andlitsmálningu, öskudags danspartý, boltalandsfjör og litaklúbb.

Í Marsbúum héldum við Öskudagsbingósnillakeppni og voru tvö lið sem náðu bingói á sama tíma og fékk hvort lið fyrir sig snillamynd á snillavegginn. Í klúbbavali var í boði karaokesöngur fyrir gotterí, skotbolta í íþróttahúsi skólans, varúlfur, kaplakubbar og lita.

 

 

 

Dagurinn heppnaðist mjög vel og börnin ánægð með daginn 🙂

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt