Dalheimar Regnbogavottað frístundaheimili

Dalheimar fór í gegnum ferli að fá Regnbogavottun Reykjavíkurborgar og til að verða Regnbogavottað frístundaheimili í desember 2021.

Starfsmenn Dalheima tóku þátt í fræðslu um hinsegin málefni og rýndu þjónustuna sem veitt er í Dalheimum. Fræðslan byggði á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika en hún beinist einnig að því að skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni.

Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

Nánar um Regnbogavottun Reykjavíkurborgar má finna hér. 

Bendum einnig á þessar heimasíður:

Hinsegin frá Ö-A

Samtökin 78

Af hverju að verða Hinsegin frístundaheimili?

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar er lögð til grundvallar regnbogavottuninni. Hún byggir á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mann-réttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- og stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Sjöundi kafli fjallar um þætti sem snerta hinsegin fólk og segir þar m.a.:
7.2.1 Virða ber rétt fólks til að tjá sig, eða tjá sig ekki, um kynhneigð, kyn-vitund, kyntjáningu eða kyneinkenni sín.
7.2.2 Starfsfólk skapar andrúmsloft sem er laust við fordóma gagnvart hinsegin samstarfsfólki og á það við í starfi og leik á vinnustaðnum.
Starfsfólk skal ekki ganga út frá því sem vísu að allir sem njóta þjónustu borgarinnar séu gagnkynhneigðir, sís-kynja eða eigi gagnkynhneigða eða sís-kynja foreldra.
Lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði eru einnig til grundvallar regnbogavottuninni en þau gilda m.a. um einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Í 7. gr. laganna er kveðið á um bann við beinni og óbeinni mismunun sem og að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að jafnri meðferð starfsmanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og koma í veg fyrir mis-munun vegna [ofangreindra] þátta.

Hvernig ætlum við að vera Hinsegin frístundaheimili? 

Það eru ýmislegt sem hægt er að gera til að vera hinseginvænt frístundaheimili. T.a.m. eru salernin okkar ekki skilgreind eftir kyni. Við pössum upp á orðræðuna, stríðni og tökum samtalið þegar upp kemur misskilningur. Við notum hinsegin hugtök í daglegu tali, hægt að sjá ítarlegan lista fyrir neðan. Við setjum okkur markmið að vera með hinsegin efni sýnilegt og reglulegt. Við setjum okkur markmið að bæta hinsegin málefnum við núverandi verkefni og skipulag. Við verðum með sýnileika hinseginleikans, með plakati og fána (þegar við fáum það) og ætlum að finna meira efni sem sýnir hinseginleikann í alls konar mynd.

Hugtakalisti (gott að hafa í huga)

Bandamaður/styðjandi er manneskja sem tilheyrir ekki hinsegin samfélaginu en kynnir sér og styður baráttu og tilverurétt þess og stendur með því í orði og á borði.

BDSM-hneigð að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykkt og meðvituð valda-skipti.

Eikynhneigð að laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðru fólki.

Fordómar eru fyrirfram gefnar hugmyndir sem ekki byggja á rökum eða reynslu. For-dómar byggja oft á staðalmyndum um hópa. Fordómar og mismunun haldast venjulega í hendur og geta leitt til félagslegrar útskúfunar og undirokunar ákveðinna hópa.

Gagnkynhneigð að laðast að fólki af öðru kyni.

Hán er persónufornafn sem sumt kynsegin fólk notar, sbr. hann, hún og hán. Það beygist með eftirfarandi hætti: hán, hán, háni, háns og tekur hvorugkyns endingar. T.d. hán er svangt.

Hinsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem tilheyrir minnihlutahópum á grundvelli kyn-hneigðar, kynvitundunar, kyneinkenna og/eða kyntjáningar. Svo sem samkynhneigðir, trans fólk og intersex fólk.

Intersex fólk hefur kyneinkenni sem ekki er auðveldlega hægt að flokka sem annað hvort karl- eða kvenkyns.

Karllæg kyntjáning er í samræmi við vænt-ingar um tjáningu bornar til karlmanna.

Kvár er fullorðin kynsegin manneskja, sbr. karl, kona og kvár.

Kvenlæg kyntjáning er í samræmi við vænt-ingar um tjáningu bornar til kvenmanna.

Kyneinkenni eru líffræðilegir þættir sem eru notaðir til að úthluta kyni (ákvarða kyn) og ná t.d. yfir hormónastarfsemi líkamans, litninga, kynfæri og æxlunarfæri.

Kyneinkenni eru líffræðilegir þættir sem eru notaðir til að úthluta kyni (ákvarða kyn) og ná t.d. yfir hormónastarfsemi líkamans, litninga, kynfæri og æxlunarfæri.

Kynhneigð segir til um það hverjum fólk verður skotið í, ástfangið af og/eða laðast að.

Kynsegin fólk tengir hvorki við að vera karl eða kona, er blanda af hvoru tveggja eða flakkar á milli.

Kyntjáning segir til um hvernig við tjáum kyn okkar út á við, svo sem hvernig við klæðum okkur, berum okkur, tölum, klippum hárið okkar og hvernig almennt fas okkar er. Almennt mæld á skala á milli karlmannleika og kvenleika.

Kynvitund segir til um okkar innri upplifun af eigin kyni, hvernig við viljum lifa og vera í okkar kyni.

Markkynja fólk fæðist með dæmigerð ky-neinkenni sem er auðveldlega hægt að flokka sem annað hvort karlkyns eða kvenkyns (er ekki intersex).

Óræð eða ódæmigerð kyntjáning er á ein-hvern hátt á skjön við væntingar bornar til fólks út frá kyni.

Pankynhneigð að laðast að fólki óháð kyni.

Samkynhneigð (hommar/lesbíur) að laðast að fólki af sama kyni.

Sís eða sís-kynja er fólk sem býr yfir kyn-vitund sem samræmist kyninu sem því var út-hlutað við fæðingu (er ekki trans).

Stálp er kynsegin barn, sbr. stelpa, strákur og stálp.

Trans karl er karl sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu.

Trans kona er kona sem var úthlutað karl-kyni við fæðingu.

Tvíkynhneigð að laðast að tveimur kynjum.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt