Regnbogavottun í Guluhlíð

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Gulahlíð

Frístundaheimilið Gulahlíð fékk á dögunum Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk en ekki síður börnin og fjölskyldur þeirra. Þannig viljum við koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Gulahlíð skilaði inn aðgerðaráætlun fyrir næstu 12 mánuði þar sem tekin eru fram að lágmarki 6 skref í áttina að því að gera Guluhlíð hinseginvænni fyrir öll sem koma þangað 🙂 Við erum spennt að halda áfram með þetta verkefni og gera Guluhlíð að stað þar sem öll upplifa sig velkomin. Hægt er að lesa nánar um regnbogavottun Reykjavíkurborgar á slóðinni hér https://reykjavik.is/regnbogavottun-reykjavikurborgar

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt