Réttindavika og viðurkenning UNICEF

 í flokknum: Dalheimar, DHRéttindafrístund, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í dag störtuðum við Réttindaviku Dalheima, en í þessari viku verða klúbbar og smiðjur í tenglsum við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lýðræði.

Dalheimar fengu einnig aðra viðurkenningu frá UNICEF fyrir að vera Réttindafrístundaheimili. Allir sem taka þátt í verkefni UNICEF Réttindaskóli og frístund þurfa að viðhalda viðurkenningunni og fara því á þriggja ára fresti í úttekt og við stóðumst úttektina og fengum því aðra viðurkenningu og erum afar stolt af því.

Í tilefni dagsins fengu börnin og starfsmenn köku 🙂

Fulltrúar Dalheima í réttindaráði Laugarnesskóla, Dalheima og Laugarsels tóku við viðurkenningu Dalheima.

Hér má sjá myndir frá deginum 🙂

Þetta er Dalheima Sáttmálinn, á honum eru hlutir sem börnin í Dalheimum vildu hafa á honum og þau undirrita hann 🙂

Vorum með Mikilvægan fund í dag og þessi tóku þátt 🙂

Þetta var valið úr hugmyndakassanum af þeim sem tóku þátt í Mikilvægum fundi

Hér eru fulltrúar Dalheima í Réttindaráðinu 🙂

Réttindaráð Dalheima, Laugarsels og Laugarnesskóla tóku við viðurkenningum dagsins 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt