Rímnaflæði og frábær desember í Buskanum

 í flokknum: Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt
Okkar maður Elías Joaquinn Burgos eða E-Jey keppir fyrir hönd Buskans í Rímnaflæði, rappkeppni Samfés. Þessi frábæra keppni hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar að af landinu, til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Framlag okkar má finna hér að neðan en lagið og textinn er frumsamin af Elíasi: https://www.ruv.is/…/spila/rimnaflaedi-2021/32622/9n3e77.
Við erum ægilega stolt af okkar manni sem hefur lagt mikið á sig og viljum endilega hvetja ykkur til að kjósa hann í kosningunni hér 
Það fer heldur betur að styttast í annan endan á þessu blessaða ári, 2021. Við í Buskanum ætlum okkur að enda þetta ár með frábærri dagskrá í desember. Við viljum benda á að Buskinn er opinn eins og venjulega í kringum jólin og milli hátíðanna en lokar ekki þegar skólinn fer í jólafri. Starfsmenn Buskans eru mjög spennt að taka á móti unglingunum um jólin.
Dagskráin í desember er komin hér á heimasíðuna.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt