Seinustu dagar vetrarstarfsins

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Nú eru síðustu dagar vetrarstarfsins þetta skólaarið að klárast og við tekur undirbúningur fyrir sumarstarfið og svo hefjast leikjanámskeiðin hjá okkur 11. júní. Við höfum notið veðurblíðunnar í botn og borðað úti þegar tækifæri gefst til. Krakkarnir eru meira og minna úti, jafnvel eftir útidaga í skólanum og ættu því að vera stútfull af vítamínum eftir sól dagsins. Við þökkum kærlega fyrir veturinn og ánægjuleg samskipti við skemmtilegan foreldrahóp. Börnin ykkar hafa gefið okkur óendanlega margar skemmtilegar stundir í vetur og hlökkum við til að eiga með þeim ennþá fleiri skemmtilegar stundir í sumar fyrir þau börn sem eru skráð á sumarnámskeiðin okkar.

 

VIð viljum minna á að á fimmtudaginn, 6. júní og föstudaginn 7. júní eru starfsdagar í Glaðheimum og því lokað hjá okkur þá daga. Á morgun, miðvikudagurinn 5. júní, er þess vegna seinasti dagurinn í Glaðheimum þetta skólaárið.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt