Sexan

Home / Sexan

Sexan er yfirheiti yfir sameiginlega viðburði félagsmiðstöðva Kringlumýrar. Þá er verið að tala um Þróttheima, Buskann, Bústaði, Tónabæ, Öskju og Laugó. Sexan skipuleggur ýmsa viðburði á borð við undankeppni fyrir söngkeppni  Samfés, eða söngkeppni Sexunnar. Sameiginleg böll eru kölluð sexuböll og stundum falla til aðrir viðburðir líkt og sexubingó eða fleira í þeim dúr.

Í gegnum tíðina hefur verið sexuráð en hefur það verið skipað þeim unglingum sem hafa farið á Landsmót Samfés og hefur vinnan í sexuráði þá verið að halda viðburði til að fjármagna ferðina á landsmótið. Þessi vinna hefur svo haldið áfram og fleiri viðburðir orðið til undir skipulagningu Sexuráðsins.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt