Síðasta vikan í Glaðheimum fyrir sumarfrí

 In Forsíðu frétt, Glaðheimar

Það er óhætt að segja að síðasta vikan fyrir sumarfrí hafi verið velheppnuð! Allir mundu eftir sundfötunum sínum á mánudaginn, en þá var ferðinni heitið í Breiðholtslaug. Eftir mikið glens og gaman fengum við okkur nesti og lékum okkur á leikvellinum við Hólabrekkuskóla.

Þessi vika var svokölluð Ólympíuvika og því þarft að æfa sig. Fyrsta æfing var í Elliðaárdalnum en þar voru vinir okkar í Laugaseli líka og æfðu með okkur. Svo fóru allir í Gulrótabóndann, Krókódíll! Krókódíll! og reyndu að reisa horgemlinga.

Á miðvikudaginn heimsóttum við Dalheima. Þau í Dalheimum voru að vanda höfðingjar heim að sækja og var okkur boðið upp á allskyns afþreyingu bæði úti sem inni. Aðalatriðið var þó danskeppni, Just dance í Geimstöðinni. Þar var dansað af öllum lífs og sálarkröftum.

Fimmtudagurinn var Ólympíudagurinn. Frístundaheimili hverfanna héldu af stað á Framvöllinn í skrúðgöngu. Hvert frístundaheimili var með eigin einkennisfána. Því næst var keppt í 5 greinum; boðhlaupi, þyrilsnældusnúning, flöskuvarpi, stígvélakasti og hangsi. Keppt var með stöðluðum og ólympíuviðurkenndum þyrilsnældum og flöskum til að gæta sanngirnis. Að öllum keppnisgreinum loknum fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Rúsínan í pylsuendanum var óvænt heimsókn frá Ísbílnum sem gaf öllum þátttakendum ís.

Föstudagurinn var hverfisdagur og við fengum okkur göngutúr í í Farva í Álfheimakjarnanum. Fyrr um morguninn höfðu börnin unnið hörðum höndum að bók sem vinir okkar í Farva voru svo yndisleg að prenta út fyrir okkur. Börnin fengu að fylgjast með prentunninni og Farvapabbi og Farvamamma útskýrðu ferlið fyrir áhugasömum börnunum. Það var heldur ekki leiðinlegt að sólin leit við og allir fengu ís frá Ísbúð Huppu!

Nú eru Glaðheimar og allt starfsfólkið komið í sumarfrí og munum við snúa aftur til starfa 8. ágúst. Við þökkum öllum fyrir frábært sumarstarf og hlökkum til að sjá ykkur aftur að sumarfríi liðnu.

Boðhlaup æft í Elliðaárdalnum

Góð gulrótauppskera

Glaðheimalingar við Elliðaá

Horgemlingar reistir – þvílíkir meistarar!

Boðhlauparar á fullum spretti

Stuðningsliði hvetur sitt fólk áfram!

Farvamamma kynnir starfið

Tryllitækið sjálft – spýtir út myndum á ofsahraða

Farvapabbi hjálpar ungum bókabindurum að brjóta bækur

Ísgrísir!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt