Sjóræningjar og sól!

 In Frístundaheimili 6 - 9 ára, Neðstaland

Apríl mánuður hefur heldur betur verið fullur af fjöri hérna í Neðstalandi! Eftir rólegan mars mánuð fengum við loksins nokkra sólar daga og voru þeir nýttir í útiveru og leiki. Við höfum verið svo heppin að hafa Samúel hjá okkur síðasta mánuðinn en hann flakkar á milli frístundaheimila í hverfinu og skipuleggur alls konar leiki fyrir krakkana eins og til dæmis bogfimi, tálgun og axarkast.  Að auki höfum við fundið falinn sjóræningja fjársjóð og sett af stað Avengers verkefni sem hefur heldur betur slegið í gegn!

Hlökkum til að nýta góða veðrið í maí í enn fleiri útileiki og það er aldrei að vita nema að fleiri fjársjóðir komist í leitina 🙂

 

Kveðja,

Neðstaland

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt