Sóttvarnir í Tónabæ í upphafi árs

 In Forsíðu frétt, Tónabær

Um leið og starfsfólk Tónabæjar sendir öllum hlýjar nýárskveðjur, þá langar okkur að segja hvernig starfinu í Tónabæ er háttað í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Við erum mjög glöð að þurfa ekki að vera einungis í rafrænu starfi, heldur getum við tekið á móti krökkunum í félagsmiðstöðinni okkar.

Starfið verður þó ekki með hefðbundnu sniði vegna fjölda covid smita í samfélaginu.

Við höfum ákveðið að fylgja skólunum hvað varðar hólfaskiptingu, því er einungis opið fyrir einn árgang í einu í Tónabæ. Það fyrirkomulag mun haldast út janúar hið minnsta. Það eru sprittbrúsar víðsvegar um húsið og starfsfólk ber grímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt