Stafrænir Þróttheimar vikuna 30.-3. apríl

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Kæru foreldra og forráðamenn

Undarlegir dagar að baki og við í Þróttheimum erum að reyna eftir fremsta megni að fá unglinga skólans með okkur í fjölbreytt verkefni.

Í síðustu viku auglýstu við eftir efni í rafrænt tímarit Þróttheima og birtist fyrsta tölublaðið núna á föstudaginn. Blaðið má nálgast hér og er það stútfullt af efni eftir unglinga skólans, tískuþáttur, ljósmyndasería, hvernig er að vera unglingur í samkomubanni, minecraft listaverk og viðtöl við nemendur.

https://www.flipsnack.com/throttheimar/r-ttheimar-t-marit-1-fzp8rsylc.html?fbclid=IwAR3WO–OB3yz7ItXQpqeYm5_GlhqQdWS0n43bqvWD1A0kapjg7QOwAjOEks

Við reynum einni að vera virk öll kvöld á instagram með live útsendingu ásamt því að senda þaðan út efni frá okkur til að lífga upp á daginn og hvetja til fjölbreyttrar virkni. Hér í viðhengi er dagskrá vikunnar og vonumst við til að sem flestir geti nýtt sér eitthvað úr stafrænni félagsmiðstöð Þróttheima.

Í vikunni héldum við einnig logo-keppni fyrir félagsmiðstöðina og það var Sævar úr 9.bekk sem vann hana með magnað logo sem mun prýða dagskrár og valið efni félagsmiðstöðvarinnar á næstunni.

Hlýjar kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt