Stafrænt starf í Tónabæ

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Við í Tónabæ vinnum hörðum höndum að samfélagsmiðlaefni okkar þessa dagana og höfum við starfsfólkið t.a.m. sett okkur markmið út nóvember mánuð og hvetjum unglingana og helst fjölskyldur allar til að gera slíkt hið sama.
Mikilvægast í markmiðasetningu er að markmiðin séu Skýr, Markviss, Aðlaðandi, Raunsæ og Tímasett. SMART!
Sem dæmi um markmið starfsfólk má nefna að hlaupa 100 kílómetra, að læra hekla, að ná teygja sig í tærnar á sér og hugleiða daglega.

Viðburðir eru með stafrænu sniði og má nálgast þá flesta á instagram síðu okkar Tonabaer. Sem dæmi má nefna rafrænt bingó sem var í gær fyrir unglinga, miðstig og foreldra, það vakti mikla lukku og gekk vonum framar!

Til að mæta miðstiginu höfum við útbúið heimasíðu með leikjum, hreyfingu, föndri, bakstur og fleira sniðugt sem þau geta sótt í ef þeim vantar hugmyndir. Við munum bæta inn nýju efni þarna við reglulega og halda henni á lífi með fjölbreytni og fjöri. Síðuna getið þið nálgast HÉR
Það er auðvitað öllum velkomið að nota þennan upplýsingabanka, ekki eingöngu miðstiginu 🙂

Í lok allra kvöldopnana fer starfsfólk Tónabæjar í útirölt um hverfið til að tryggja öryggi og velferð barnanna og passa að útivistartímanum er framfylgt og ásamt því að vera sýnileg í hverfinu.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt