Star Wars þemavika!

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Fyrir langa löngu í Félagsmiðstöð langt langt í burtu….

Í seinustu viku 8.-12.mars var Star Wars þemavika hjá 5.-7.bekk í Þróttheimum. Þar var sko stemmning og skemmtun í forgangi. Vikan byrjaði á Star Wars spurningakeppni og leiknum Jedi Hunter þar sem krakkarnir kepptust um að verða bestu hausveiðarar vetrarbrautarinnar. Á miðvikudaginn var svo geislasverðagerð þar sem öllum bauðst að koma að hanna og smíða sitt eigið geislasverð undir leiðbeiningum Kristófers og Magnúsar sem kalla sig sjálfir mestu Star Wars nörda sem Laugardalurinn hefur fram að færa. Þar var mikið að gera og græja þar sem krakkarnir höfðu skýra sín á því hvernig þau vildu hafa sín geislasverð enda er geislasverðið mikilvægasti fylgihlutur Star Wars aðdáandans! Í lok dagsins var búið að smíða um 32 geislasverð og fóru í það fjórir spreybrúsar og 35 metrar raflagnarörum. Á föstudaginn var svo poppað og krakkarnir horfðu á Star Wars mynd saman. Allt í allt erum við ótrúlega ánægð með þessa viku og fannst krökkunum þetta skemmtilegt. Við erum að fá góðar viðtökur frá krökkunum af þessum þemavikum og langar okkur í Þróttheimum að þetta sé komið til að vera. Hver ætli næsta þemavika verði? Allar hugmyndir eru velkomnar á throttheimar@rvkfri.is

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt