Starf Þróttheima síðustu vikur

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Óflokkað, Þróttheimar

Síðustu vikur hefur starf félagsmiðstöðvarinnar Þróttheima verið stafrænt að hluta. Samhliða því höfum við tekið á móti litlum hólfum af nemendum sem hafa komið til okkar á bekkjaropnanir. Þrautsegja nemenda Langholtsskóla er til eftirbreytni og það er magnað að sjá börn og unglinga skólans leysa allar þær hindranir sem þeim mæta af æðruleysi og einlægni.

Við í Þróttheimum höfum lagt metnað okkar í að sinni unglingunum eins vel og við getum. Við höfum haldið úti rafrænu starfi sem hefur bæði verið opið fyrir alla ásamt því að halda áfram með hópastarfi og klúbba sem taka virkan þátt í gegnum zoom, instagram og fleiri miðla.

Einnig höfum við haldið úti bekkjarkvöldum þar sem unglingarnir hafa notið þess að koma til okkar og eiga ljúfa stund sem starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar og samnemendum sínum. Við munum halda áfram með bekkjarkvöld næstu vikuna og starfrænt starf á miðlum félagsmiðstöðvarinnar.

Miðstigið hefur því miður að hluta til legið í dvala. Starfsfólk Þróttheima hefur hinsvegar haldið úti heimasíðu með fjölbreyttum verkefnum sem sérstaklega er ætluð 10-12 ára krökkum. Einnig útbjó starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar ratleik um Laugardalinn þar sem miðstigið og fjölskyldur gátu rölt um hverfið og svarað spurningum almenns eðlis og um starfsemi Þróttheima. Fjórir heppnir sem voru með öll svör rétt voru dregnir út og fengu glaðning að leik loknum.

Eftir erfiðar vikur vonumst við til þess að geta hægt og bítandi fært félagsmiðstöðin í fyrra horf og að með hækkandi sól verði starfið aftur farið að ganga sinn vanagang. Eins frábært og það hefur verið að hitta unglingana á netinu jafnast ekkert á við að sjá þau mæta til okkar í félagsmiðstöðina sem hefur verið ansi tómleg síðustu vikur.

Með hlýjum kveðjum

Starfsfólk Þróttheima

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt