Stíll 2022

 í flokknum: Askja, Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Hofið, Laugó, Óflokkað, Tónabær, Þróttheimar

Heil og sæl

 

Hönnunarkeppnin Stíll fer fram í Smárinn eða íþrótthúsinu Digranesi laugardaginn 26. mars kl. 12:00-17:00 í samstarfi við FÉLKÓ. Þemað sem valið var af Ungmennaráði Samfés er „GEIMURINN“ 🤖

Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu. Nú þegar hafa margir sent inn skráningu og gilda fyrri skráningar áfram.

Á þessum frábæra viðburði sem fyrst var haldinn árið 2000 tekur ungt fólk af öllu landinu þátt í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu. Það er gaman að segja frá því að Stíll er valáfangi í mörgum grunnskólum landsins í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar. Markmið Stíls eru m.a. að hvetja ungt fólk til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.

Hvetjum unga fólkið til þátttöku á þessum frábæra viðburði.

Hérna er hægt að nálgast handbók Stíls https://samfes.is/images/Samfes/pdf/handbok-Still.pdf

Skráning fer fram í þinni félagsmiðstöð

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt