Stíll 2022

 In Askja, Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Hofið, Laugó, Óflokkað, Tónabær, Þróttheimar

Heil og sæl

 

Hönnunarkeppnin Stíll fer fram í Smárinn eða íþrótthúsinu Digranesi laugardaginn 26. mars kl. 12:00-17:00 í samstarfi við FÉLKÓ. Þemað sem valið var af Ungmennaráði Samfés er „GEIMURINN“ 🤖

Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu. Nú þegar hafa margir sent inn skráningu og gilda fyrri skráningar áfram.

Á þessum frábæra viðburði sem fyrst var haldinn árið 2000 tekur ungt fólk af öllu landinu þátt í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu. Það er gaman að segja frá því að Stíll er valáfangi í mörgum grunnskólum landsins í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar. Markmið Stíls eru m.a. að hvetja ungt fólk til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.

Hvetjum unga fólkið til þátttöku á þessum frábæra viðburði.

Hérna er hægt að nálgast handbók Stíls https://samfes.is/images/Samfes/pdf/handbok-Still.pdf

Skráning fer fram í þinni félagsmiðstöð

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt