Stuðstyrkur ungmennaráðsins

 í flokknum: Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Ungmennaráð Laugardals, Háaleitis og Bústaða veitti fimm verkefnum stuðstyrk síðastliðinn þriðjudag. Stuðstyrkur er árlegt verkefni sem ungmennaráð í Reykjavík taka þátt í þar sem þau fá fjármagn til þess að styrkja hugmyndir og verkefni sem gagnast ungmennum í hverfunum. Hugmyndirnar mega koma frá ungmennum á aldrinum 13-18 ára. Þetta er gert til þess að ungmennaráðin geti haft bein áhrif á verkefni sem jafnaldrar þeirra hafa áhuga á að framkvæma innan hverfanna og geti hjálpað við að koma þeim af stað.

Þær umsóknir sem bárust voru fjölbreyttar og meðal þeirra verkefna sem styrkt voru í þetta skiptið voru styrkur til þess að bóka plötusnúð á jólaball, alls kyns hópefli og styrking klúbba í hverfinu og fleira.

Við hlökkum til að sjá þessi verkefni framkvæmd og vonum að sem flestir njóti góðs af.

Jólakveðja

Saga Ólafsdóttir

Umsjónarkona ungmennaráðsins

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt