Sumarnámskeið Dalheima – Vika 2

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Önnur  vikan í sumarstarfi Dalheima var frábær skemmtun fyrir alla sem tóku þátt.

Byrjuðum vikuna á æðislegri heimsókn í Þjóðleikhúsið þar sem við fengum að skygnast á bakvið tjöldin í því sem fer fram í leikhúsinu.

Á þriðjudeginum gerðum við okkur ferð í Hafnarfjörð með strætó og kíktum á Víðisstaðatún og leikið þar á ærslabelg sem og veidd voru síli í tjörninni á Víðisstaðatúni

Miðvikudagurinn var nýttur í heimsókn á Þjóðminjasafnið þar sem við fengum að skoða hluti úr sögu Íslands. Að því loknu var farið sundferð í Sundhöll Reykjavíkur.

Fimmtudagurinn var heimadagur þar sem við fegnum að fara í Matthíasarborg á lóðinni í Dalheimum. Þar fengum við að skygnast inn í þá ævintýraveröld sem er í boði þar.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt