Sumarnámskeið Dalheima – Vika 3

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Vika 3 hér í Dalheimum var frábær skemmtun hjá öllum þeim börnum sem og starfsmönnum sem tóku þátt 😀

Á mánudaginn var heimadagur þar sem við æfðum okkur við fyrir ólympíu daginn og föndruðum plaggöt og æfðum söngva til að standa frammúr einnig í stuðningnum.

Á þriðjudaginn var farið og heimsótt snillingana í snillalandi. Þar sem farið var í fullt að skemmtilegum leikjum. Að því loknu var farið á skólalóð en snúið fljótlega við vegna vonsku veðurs. Þegar komið var til baka var kosý undir teppi og kakó.

Miðvikudeginum var eytt í Breiðholti. Við fórum fyrir hádegi í Breiðholtslaug. Eftir sundið var farið á skólalóðina hjá Fellaskóla og leikið þar.

Fimmtudagurinn var Ólympíudagurinn sem var frábær skemmtun. Þá hittust öll frístundarheimilin í Kringlumýri og kepptu í hinum ýmsu greinum og stóðum við okkur sjúklega vel. Að keppni lokinni fengu allir ís og viðurkenningaskjal og horfðu á BMX bros leika listir sínar.

Föstudeginum var eitt á útisvæðinu í Gufunesbæ. Fengum frábært veður og því hægt að leika sér vel léttklæddur. 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt