Sumarnámskeið Dalheima – Vika 4

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Vika fjögur var mikið stuð hjá okkur í Dalheimum.

Á Mánudeginum héldum við í Glaðheima þar sem við tókum þátt í vatnsstríði sem var haldið í samstarfi við önnur frístundaheimili í Kringlumýri. Mikið stuð og flestir voru þokkalega blautir í lok dags en skiptu þó um föt eftir að stríðinu lauk.

Á þriðjudaginn gerðum við okkur ferð í Fly Over Iceland sem var ótrúlega skemmtilegt. Allir skemmtu sér konunglega. Að því loknu fórum við á Sjóminjasafnið í Reykjavík og var það mikið stuð

Á miðvikideginum nýttum við veðurblíðuna sem var í höfuðborginni og fórum í sund í Árbæjarlauginni sem var rosalega notalegt í góðu veðri. Eftir sund var borðað nesti og Árbæjarsafn skoðað sem var mjög skemmtilegt og fróðlegt

Fimmtudagurinn var nýttur í bæjarferð þar sem að við skoðuðum myndlistasýningu eftir ERRÓ á listasafni Reykjavíkur. Eftir þá sýningu fórum við í Hallgrímskirkju og fengum að fara upp í turninn sem var mjög spennandi. Deginum var svo lokað með ísferð í Valdís.

Á föstudeginum fórum við í Húsdýragarðinn fyrir hádegi og fórum í leiki þar. Eftir hádegi var heimdagur og við gátum leikið okkur í Dalheimum 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt