Sumarnámskeið Dalheima – Vika 5
Vika 5 hjá okkur í Dalheimum var róleg en skemmtileg þar sem veður setti smá strik í reikninginn varðandi dagskrá
Mánudeginum var eytt í Nauhólsvík þar sem að var leikið og skemmt sér í sandinum í frábæru veðri
Á þriðjudaginn hjóluðum við í Elliðaárdalinn og lékum okkur við fossinn og fórum svo á nýja leiksvæðið við rafstöðina.
Miðvikudagurinn fórum við í sund í Grafarvogslaug í sund og lékum okkur svo á skólalóð við laugina.
Fimmtudagurinn átti að fara í skylmó með hinu frístundaheimilunum. En hætt var við vegna veðurs. Í stað þess var haldinn bökunardagur og haft það kosý hér í Dalheimum.
Föstudagurinn var heimadagur sökum veðurs og ekki hægt að fara í fjallgöngu eins og var áætlað. Í stað þess vorum við með náttfatadag og fórum á bókasafnið í hverfinu og lékum okkur á skólalóð í g
rendinni eftir það.