Sumarnámskeið Dalheima – Vika 6 og 7

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Lokavikurnar hjá okkur í Dalheimum voru fjörugar og allir hressir eftir að hafa verið í góðu sumarfríi.

í fyrri vikunni fórum við á Klambratún , fórum í bæjarferð, fórum í sund í frábæru veðri og gerðum okkur ferð í fjöru í Mosfellsbæ.

Í seinni vikunni fórum við í ferð í Björnslund í Norðlingaholti, fórum í sund aftur í góðu veðri.

Á miðvikudeginum áttum að vera lokahátíð Kringlumýrar úti en hún var færð í Laugarásbíó sökum veðurs þar sem við sáum skemmtilega mynd.

Lokadagurinn var heimadagur. Þá gátu krakkarnir sem eru að ganga uppúr starfinu okkar nýtt tímann til að kveðja hina krakkana og starfsmennina.

Okkur í Dalheimum langar að þakka ykkur öllum fyrir samveruna í sumar. Sérstaklega langar okkur að þakka þeim börnum sem eru að fara í 5.bekk í haust og vonum við að ykkur vegni sem allra best í komandi áskorunum og vonumst til að sjá ykkur sem oftast á göngum skólans.

Með sumarkveðju. Árni, Birta, Gunnar, Lilja Marta, Linda og Smári.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt