Sumarnámskeið Kringlumýrar fyrir 10-12ára

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Óflokkað, Tónabær, Þróttheimar

Í sumar mun Kringlumýri bjóða upp á fjölbreytt sumarnámskeið í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og Bústöðum. Um er að ræða vikunámskeið sem opin eru öllum börnum fæddum 2007-2009.

Námskeiðin eru eftirfarandi og opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 13.maí.

8.-12.júní – Íþrótta og útivistarnámskeið

Á þessu námskeiði munu þátttakendur fara í heimsókn í Gufunesbæ og prófa klifur, fara í sund, prófa frísbígolf, fara í tarzanleik, fjallgöngu og njóta útivistar saman. Þátttakendur munu prófa hinar ýmsu íþróttir undir leiðsögn starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og hvetja til heilbrigðs lífsstíls.

15.-19.júní (4 daga vika) – Matreiðslunámskeið (Laugardalur) / Tækninámskeið (Bústaðir)

Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast fjölbreyttri matargerð. Bæði verður eldað inni og úti og reynt að nýta hráefni úr íslenskri náttúru. Allir þátttakendur fara heim með matreiðslubók í lokin til að geta endurtekið uppskriftirnar heima við. Marmið námskeiðsins er að þátttakendur læri sjálfstæð vinnubrögð og rækti skapandi hliðar matargerðar.

22.-26.júní – Ævintýranámskeið

Á þessu námskeiði verður farið í hjólaferð, grillað i Nauthólsvík, farið í óvissuferð á Akranes, synt í sjónum og farið í ratleik í Elliðaárdalnum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur prófi nýja hluti og stígi út fyrir þægindarammann í öruggu umhverfi.

29..-3.júlí – Lista og sköpunarnámskeið

Á þessu námskeiðið munu þátttakendur stensla á taupoka, læra að gera tie dye, búa til skartgripi, gifsgrímur, búa til leir og annað skemmtilegt . Einnig munu þátttakendur prófa improv leiklist og æfa framkomu undir leiðsögn leiklistarkennara. Markmið námskeiðsins er að efla sköpunarkraftinn og hvetja og skilning þátttakenda á umhverfi og samfélagi.

6.-8. júlí (3 daga vika) – Tækni námskeið (Laugardalur) / Matreiðslunámskeið (Bústaðir)

Á þessu námskeiði munu þátttakendur bæði heimsækja og notast við búnað frá Mixtúru. Mixtúra er margmiðlunarver á vegum Reykjarvíkurborgar þar sem börn geta komið og prófað sig áfram með allskonar tækni. Þau munu einnig prófa að gera stuttmynd þar sem þátttakendur sjálfir semja handrit, leika, leikstýra og klippa. Að lokum verður haldin stuttmyndahátíð þar sem afrakstrinum er fagnað.

Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti hjá

Kristjáni Ara – kristjanari@rvkfri.is

Hildur Þóru – hildur.thora.sigurdardottir@rvkfri.is

 

Hlökkum til að eyða sumrinu með ykkur !

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt