Sumarnámskeið Laugarsels vika 1 – Myndir

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Fyrsta sumarnámskeiðsvika Laugarsels gekk vonum framar. Þrátt fyrir gífurlega stóran fjölda barna og ekkert rosalega frábært veður, skemmtu allir sér konunglega og það var mjög gaman hjá okkur. Við skiptum hópnum í tvo hópa, þau fengu að velja nafn á hópinn sinn og völdu að þessu sinni Stjörnur og Elding. Í viku 2 verða önnur nöfn 🙂

Við fórum í sund í Laugardalslaug, við fórum í Matthíasarborg (sem er staður þar sem boðið er upp á alls konar opinn efnivið til að leika með), fórum í Snillaland (sem eru starfsmenn á vegum Kringlumýri sem hittir frístundahópa og fer í alls konar leiki), við buðum upp á 17.júní föndur og andlitsmálningu, fórum í Húsdýragarðinn og gerðum alls konar annað skemmtilegt 🙂

Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum úr vikunni

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt