Sumarnámskeið Neðstalands – Fyrsta vikan MYNDIR
Sumarstarfið í Neðstalandi hófst 9 júní með sól og miklu fjöri. Fyrstu vikuna fórum við í Snillaland og Mattíasarborg. í Snillalandi er farið í ýmsa skemmtilega leiki, teknar eru myndir af sigurvegurunum sem við söfnum saman á Snillavegginn okkar hér í Neðstalandi. Mattíasarborg er leiksvæði með opnum efnivið þar sem krakkarnir fá að leika sér frjálst, þar er yfirleitt mikið stuð þar sem hægt er að sulla, drullumalla, setja upp tjöld, klifra og leika með allskonar skrítið dót.
Nýlegar færslur