Sumarnámskeið Neðstalands vika 3 – MYNDIR

 In Forsíðu frétt, Neðstaland

Við byrjuðum vikuna á að kíkja í heimsókn á Sjóminjasafnið, þar fórum við á sýninguna fiskur og fjör, fengum fræðslu, leystum þrautir og fórum í ýmsa skemmtilega leiki. Enduðum svo ferðina á að fá okkur Ís. Næsta dag fórum við í hjólaferð í Nauthólsvíkina, við vorum óheppin með veðrið þennan dag svo ákveðið var að stoppa stutt og fara í kósý í Neðstalandi og undirbúa okkur fyrir Ólympíudaginn. Ólympíudagur Kringlumýrar var haldin hátíðlegur á fimmtudegi, þar keppa frístundaheimili innan Kringlumýrar í ýmsum skemmtilegum greinum. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu, svo hófst keppnin. Keppt var í angry birds, þar sem keppendur skjóta boltum úr teygjubyssu, Rólu-skó-sparki, flösku flippi, Vító, Þrautabraut og stinger körfuboltakeppni. Að lokum fegnu allir ís og BMX brós voru með sýningu sem slóg rækilega í gegn hjá krökkunum. Við enduðum svo vikuna í Mattíasarborg.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt