Sumarstarf Krakkakots

 í flokknum: Krakkakot

Sumarstarfið er hafið af fullum krafti hjá Krakkakoti. Um eru að ræða 7 vikur og skrá þarf sérstaklega á hverja þeirra.

Vika 1 – 11.-14. júní
Vika 2 – 18.-21. júní
Vika 3 – 24.-28. júní
Vika 4 –  1.-5. júlí
Vika 5  – 6.-9. ágúst
Vika 6  – 12.-16. ágúst
Vika 7  – 19.-20. ágúst

Sumarstarfið felur í sér mjög mikla útiveru og ferðalög. Við munum fara í sund að minnsta kosti einu sinni í viku. Við munum skoða hinar ýmsu náttúruperlur sem má finna á stórhöfuðborgarsvæðinu. Strætóferðir upp á hvern einasta dag. Börnin munu þurfa hafa með sér þrjú nesti sem auðvelt er að borða á ferð og flugi þar sem almennt verður ekki aðstaða til að komast í örbylgjuofna, hraðsuðukatla eða samlokugrill.

En er hægt að skrá á námskeiðin, það þarf þó að berast skráning alltaf á miðvikudeginum áður en vikan hefst í gegnum sumar.fristund.is og nota þarf rafræn skilríki eða íslykil.

Dæmi um dagskrár frá fyrstu vikunni fylgja hér með.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt