Þróttheimar á nýju ári

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Þróttheimar á nýju ári

Við starfsfólkið í Þróttheimum viljum byrja á því að óska nemendum, foreldrum og forsjáaðilum gleðilegs nýs árs og takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við vonum að þið hafið notið samveru og rólegheita í fríinu sem var að líða. Við komum inn í nýtt ár í enn einni Covid bylgjunni og er starfið hjá okkur í Þróttheimum þess vegna árgangaskipt og hefur hver árgangur fengið úthlutaðan tíma í hverri viku. Vegna þeirra viðmiða um sóttvarnir í samfélaginu náum við samt að halda klúbbakvöldunum okkar á þriðjudögum áfram og er starfsfólk Þróttheima spennt að byrja nýja önn í klúbbunum. Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar fyrir alla árganga er að finna á myndinni með þessari frétt og undir dagskrá á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar. Eins og áður ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt