Þróttheimar í vetur!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Starf Þróttheima hefur hafið göngu sína á ný eftir spennandi sumarstarf í Laugardalnum. Líkt og áður bjóðum við upp á spennandi viðburði fyrir bæði 13-16 ára og 10-12 ára nemendur í Langholtskóla. Stefna okkar í Þróttheimum er að byggja starfið á spennandi dagskrá og hlýju umhverfi sem nemendum langar að sækja. Fyrir 13-16 ára er starf í boði alla daga vikunnar. Á þriðjudögum og fimmtudögum bjóðum við upp á dagopnanir frá 14:30-16:30. Á mánudags-, miðvikudags-, og föstudagskvöldum bjóðum við upp á viðburði og opið hús þar sem unglingarnir geta mætt og varið tíma sínum í jákvæðu og skemmtilegu umhverfi. Á þriðjudögum í vetur eru Þróttheimar í öðrum búningi þar sem við munum bjóða upp á klúbbakvöld þar sem starfsmenn taka á móti unglingunum í sérstakri dagskrá fyrir hvern klúbb. Ef unglingarnir hafa áhuga á einhverjum af klúbbunum okkar eru þau hvött til þess að hafa samband við okkur og skrá sig til leiks. Kvöldopnanir hjá 13-16 ára eru frá 19:30-22:00.

10-12 ára starfið okkar tekur breytingum á þessu skólaári en opið er fyrir hvern árgang tvisvar í viku og á miðvikudögum í vetur ætlum við að bjóða upp á sérstakar smiðjuopnanir á. Þegar það er smiðjuopnun er ekki opið hús eins og hefur verið áður en þess í stað eru starfsmenn Þróttheima búnir að skipuleggja smiðjur sem verða í boði. Smiðjurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu og þarf ekki að gera annað en að mæta ef krakkarnir vilja taka þátt.

Við starfsfólkið í  Þróttheimum erum ótrúlega spennt fyrir vetrinum og hlökkum til allra þeirra góðu stunda sem við munum eiga með krökkunum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt
Tónabær karaoke