Þróttheimar opna eftir sumarfrí

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Starfið í félagsmiðstöðinni hefst á næstu dögum. Fyrsta opnun fyrir unglinga skólans er þriðjudaginn 25.ágúst. frá 19:30 -22:00. Við byrjum að opnum húsum og leggjum það svo í kjölfarið í hendur unglinganna að skipuleggja dagskrá fyrir hvern mánuð. Í vetur er opið í félagsmiðstöðinni öll mánudags, þriðjudags, miðvikudags og föstudagskvöld. Einnig eru dagopnanir alla þriðjudaga og fimmtudaga.

Starf fyrir nemendur á miðstigi hefst miðvikudaginn 2.september. Líkt og í fyrra fá allir í 5.bekk dagskrá fram að áramótum senda heim til sín en 6.bekkur fær dagskránna afhenta í skólanum. Einnig fá foreldrar póst sendan í upphafi hvers mánaðar þar sem dagskráin er kynnt og tímasetningar ítrekaðar. Allar upplýsingar er svo hægt að finna á heimasíðu Kringlumýrar.

Við förum full tilhlökkunar inn í komandi vetur og tökum fagnandi á móti nýjum og gömlum nemendum.

 

Hlýjar kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt