Þróunar- og nýsköpunarverkefnið „Betri Bústaðir“

 In Forsíðu frétt

Þróunar- og nýsköpunarverkefnið „Betri Bústaðir“ er samstillt forvarnarátak í Bústaðahverfi sem unnið er að 2019–2020. Markmiðið var að börn og unglingar í hverfinu næðu viðmiði um nægan svefn ásamt minni neyslu á orkudrykkjum og rafsígarettum. Til grundvallar liggur m.a. könnun Rannsókna og greiningar þar sem fram kemur að unglingar í hverfinu skora hærra í þessum þáttum í samanburði við Reykjavík í heild. Grunnskólar hverfisins unnu náið með Landlæknisembættinu, en m.a. var haldið nemendaþing og niðurstöður þess nýttar í áframhaldandi vinnu í lífsleiknitímum. Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sá um undirbúning nemendaþingsins í samstarfi við foreldrafélög skólanna. Frístundaheimilin og félagsmiðstöðvarnar í hverfinu ásamt íþróttafélaginu Víkingi og skátafélaginu Garðbúum lögðu sitt af mörkum með umræðum, hópavinnu og fræðslu tengdum ofangreindum þáttum. Í febrúar var blásið til foreldraþings þar sem boðið var upp á fyrirlestra tengda umræddum þáttum og samræðu um hvernig foreldrar gætu lagt sitt af mörkum. Verkefnið var og verður metið meðal annars af HR þar sem gerð var könnun áður en verkefnið fór af stað ásamt könnun eftir að verkefninu lýkur. Einnig verða niðurstöður Rannsókna og greiningar bornar saman milli ára til að athuga hvort þetta inngrip hafi haft jákvæð áhrif á svefn barna og unglinga í hverfinu og stuðlað að minni neyslu orkudrykkja og rafsígarettna.

Verkefnið byggir á „íslenska forvarnarmódelinu“ en tilgangur þess var að ná saman og stilla strengi allra þeirra sem koma að vinnu með börnum og unglingum í samvinnu við foreldra. Í erindinu verður sagt frá verkefninu og helstu niðurstöðum þess.

Hér má sjá Harald Sigurðsson, framkvæmdastjóra Kringlumýrar segja frá verkefninu á Menntakviku Háskóla Íslands : Betri Bústaðir  

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt