Tónabær í tösku

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Önnur vikan okkar í flakkandi félagsmiðstöðvastarfi hefur verið köld en skemmtileg.

Nammileitin mánudagsins með miðstigi fór svolítið forgörðum þar sem nístingskuldinn kom okkur aðeins á óvart svo við útfærðum það með nýju móti og gáfum krökkunum einfaldlega nammi og fórum í fótbolta til að halda á okkur hita.
Unglingarnir hópuðust saman í Arena Gaming í Kópavogi þar sem hvert og eitt fékk sína tölu og þau gátu spilað saman í tölvunnar heimi og átt í samskiptum innan leikjanna, svo kallað „lan“.

Miðstigið á miðvikudaginn fór á skauta og komu 30 krakkar með okkur í hóp. Við tókum strætó niður í miðbæ og skelltum okkur á Stuðsvellið á Ingólfstorgi. Krakkarnir fóru þar hring eftir hring af mikilli kostgæfni og þau reyndari voru ofboðslega dugleg að kenna og aðstoða þau sem voru reynsluminni. Við buðum krökkunum svo upp á kex og djús að skautaævintýri loknu og tókum svo strætó saman heim.
Unglingarnir lögðu land undir fót og fóru alla leið upp í Hafnafjörð þar sem við vorum búin að leigja fimleika salinn Litlu Björk og fórum með stóran og ótrúlega flottan hóp af krökkum sem skemmtu sér stórkostlega og fallega í heilt kvöld. Kvöldopnunin gekk ótrúlega vel og gleði og orka streymdi frá krökkunum jafnt sem starfsfólkinu.

Föstudagskvöldinu eyddum við með vinum okkar í Bústöðum, sem er alltaf gott, gleðjandi og uppbyggilegt.

Jóladagatalið er enn í fullri vegferð og við dælum út vinningum alla virka daga, sjá má meira af því á instagram!

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt